Skilmálar og persónuvernd

Þegar þú leggur inn pöntun hjá Rigel.is samþykkir þú þessa skilmála.

Upplýsingar um seljanda

Eigandi Rigel.is er X2 ehf, kt.690520-0870, VSK númer 138075. Fyrirtækið sérhæfir sig í innflutningi og sölu á ýmsum vörum. X2 ehf áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, til dæmis vegna rangra verðupplýsinga. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir eftir ýmsum leiðum, svo sem símleiðis, gegnum tölvupóst eða í skilaboðum.

Greiðsla pantana

Hægt er að greiða með greiðslukorti, millifærslu eða Netgíró.

Ef greitt er með millifærslu skal leggja inn á:
Reikningur: 0133-26-000081
Kennitala: 690520-0870
Setja þarf í skýringu: rigel
Senda þarf staðfestingu á: rigel@rigel.is

Ef ekki er greitt fyrir pöntun innan 24 klst frá því pantað er fellur pöntunin niður og varan er sett aftur í sölu.

Verð

Verð í netverslun eru gefin upp með 24% virðisaukaskatti. Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur.

Afhending

Við sendum allar okkar vörur með Dropp eða Póstinum. Við bjóðum aðeins uppá sendingar innanlands. Markmið okkar er að afgreiða allar pantanir frá okkur innan 2 virkra daga. Pósturinn gefur sér svo 2-4 virka daga til að koma sendingum til skila, en Dropp afhendir á 1-2 dögum. Kaupandi ber ábyrgð á að gefa upp rétt heimilisfang við pöntun.

Skil og skipti

Kaupandi á rétt til að falla frá kaupum og fá endugreitt innan 14 daga frá afhendingu vörunnar, í samræmi við lög um neytendasamninga nr.16/2016. Skilyrði er að varan sé ónotuð og í upprunalegu ástandi. Kaupandi ber allan kostnað af því að skila vöru. Senda skal póst á rigel@rigel.is áður en vöru er skilað.  Sé vara gölluð biðjum við kaupanda að hafa samband á rigel@rigel.is svo hægt sé að leysa málið í sameiningu. Viðskiptavinum er þá boðin ný vara í staðin eða endurgreiðsla sé þess krafist.

Útsala

Öll kaup á útsölu eru endanleg. Útsöluvörum fæst hvorki skilað né skipt.

Persónuvernd

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Lög og varnarþing

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.